Heimsókn febrúarmánaðar var til stórbændanna Rúnars og Hrundar á Hóli í Kelduhverfi en þau reka fjárbú, nautabú og gistheimili af miklum metnaði. Það var mjög fróðlegt að skyggnast inn í rekstrarumhverfi íslenska bóndans.